Umhverfisfyrirtækið Terra ætlar að lækka laun rúmlega 30 sorphirðumanna um 20 prósent.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, ætlar að berjast gegn þessari launalækkun.
Fyrirtækið Terra safnar úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum og leigir út ruslagáma og rekur flokkunarstöðvar fyrir úrgang.
Terra var með 9,6 milljarða tekjur í fyrra og hagnaðist um ríflega 500 milljónir. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða og eru sveitarfélög einn helsti viðskiptavinur Terra umhverfisþjónustu.
Forstjóri Terra, Valgeir Baldursson, segir að launalækkanirnar eigi sér stað rökréttar skýringar.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
8. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.