Í þessum þætti er rætt um fólk sem áhættusérfræðingar lögreglu og fangelsisyfirvalda meta sem hættulegustu einstaklinga þessa lands. Einstaklinga sem viðmælendum okkar ber saman um að falli oftast milli stafs og bryggju í kerfinu. Það eru ekki til nein úrræði fyrir þá. Þegar þeir losna úr afplánun fara þeir beint aftur í afbrot. Þóra Tómasdóttir ræddi við Halldór Val Pálsson forstöðumann fangelsa, Sædísi Jönu Jónsdóttur áhættusérfræðing lögreglu og Matthías Matthíasson í geðteymi fangelsanna.
Frumflutt
21. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.