Hitastig á landinu var í áratugi mælt með kvikasilfursmælum. Veðurstofan rak mannaðar veðurstöðvar víða um landið með slíkum mælum. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur staðfestan grun um að á Veðurstofuhæðinni í Reykjavík sé kvikasilfursmengun í jörðu. Reiturinn er merktur hæsta áhættuflokki á korti Umhverfis- og orkustofnunar yfir mengaðan jarðveg.
Við heyrum forvitnilega frásögn af því sem gæti hafa valdið mengun á svæðinu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Viðmælendur: Kristín Kröyer, Svava Steinarsdóttir, Árni Sigurðsson og Fífa Konráðsdóttir.
Frumflutt
12. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.