Við bregðum okkur inn fyrir girðinguna sem umlykur eina stærstu, dýrustu og flóknustu byggingaframkvæmd Íslandssögunnar. Það er að sjálfsögðu bygging nýs Landspítala við Hringbraut. Við ætlum að kanna hvernig framkvæmdin gengur, hvaða hús við sjáum vera að rísa á lóðinni og hvað sé langt í að þau verði tekin í notkun.
Þóra Tómasdóttir ræðir við Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra Nýs Landspítala.
Frumflutt
29. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.