Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Hallgrímur Helgason, Kristinn Hallsson - Æskuheit.
Sigríður Thorlacius - Englar í heimsókn.
Karl Olgeirsson, Elín Harpa Valgeirsdóttir - Þegar morgna fer.
Jones, Tom Söngvari - Delilah.
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.
Armstrong, Louis, Iona, Andy and his Islanders - Hawaiian hospitality.
Canino, Bruno, Harrell, Lynn - Après un rêve.
Royal Academy of Music, Juilliard School Ensemble - Ragtime for eleven instruments, K030.
Wilson, Teddy, Hampton, Lionel, Goodman, Benny, Tough, Dave, Goodman, Benny Quartet - Sugar.
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm. - Venus as a boy.
Sagbohan, Danialou, Mala, Afia - Ziguégué.
Dickow, Tina, Kjartan Arngrim - Menneskedyr - Featuring Kjartan Arngrim.


Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.


Útvarpsfréttir.

Pétur Gunnarsson tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með honum er Hjalti Rögnvaldsson.
Þættirnir eru frá 1996
Umsjónarmaður tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson og Sigrún Edda Björnsdóttir
Lesið er úr Leiðangri Stanleys í þýðingu Steindór Steindórssonar frá Hlöðum.
Haldið er áfram för til átjándu aldar í slagtogi með leiðangri Stanleys, sumarið 1789. Leiðangursmönnum gengur illa að fá hesta og hjakkar í sama farinu, en á meðan bregðum við okkur út í Viðey og kynnumst mannlífinu þar. Þar sitja tvær ekkjur og eru að skrifa Sveini Pálssyni, þá lækna- og náttúrufræðistúdent í Kaupmannahöfn. Í framhaldi af því rýnum við nánar í líf og störf Sveins Pálssonar, brautryðjanda í náttúrufræðirannsóknum á Íslandi og læknis á veglausu og óbrúuðu Suðurlandi.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem minna um margt á þá tónlist sem breska hljómsveitin Beatles sendi frá sér á sínum tíma. Fyrst eru tvö lög með úrúgvæsku hljómsveitinni Los Shakers, síðan tvö lög með bandarísku sveitinni Spongetones, eitt lag með bresku sveitinni Temples, eitt lag með Mild High Club sem er listamanns- eða hljómsveitarnafn Alexanders Brettin. Þessu næst kemur eitt lag með Tears for Fears, þýsku hljómsveitirinar Münchener Freiheit og Fool's Garden flytja sitthvort lagið, eitt lag með Jasmin og að lokum eitt lag með bandarísku sveitinni Mango Furs.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við fræddumst í dag um íslenska refinn, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiðir stórt alþjóðlegt verkefni um rannsóknir á íslenska refastofninum og þar er m.a. verið að skoða vísbendingar um að hann gæti verið af mismunandi vistgerðum, eftir landshlutum. Ester kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu.
Safn vikunnar í þetta sinn var Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við heyrðum í Kristínu Völu Þrastardóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar þar sem hún var stödd fyrir austan. Hún sagði okkur frá starfseminni, Listasafni Svavars Guðnasonar, bókasafninu, Gömlubúð, sem á merkilega sögu og fleiru í þættinum.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Abracadabra / Steve Miller Band (Steven Haworth Miller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Andrea Þórunn Björnsdóttir, amma Andrea eins og hún er oftast kölluð, hefur búið á Akranesi frá því hún var 23 ára. Hún segir frá Langasandi þar sem hún fer reglulega í heilsubótargöngu.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Birta Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Anne-Sophie Mutter fiðluleikari og Lambert Orkis píanóleikari flytja þriðja þátt, (Passacaglia) Allegro moderato ma energico úr Sónötu fyrir fiðlu og píanó í b-moll eftir Ottorino Respighi.
Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartett nr. 5: Attacca 2016 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzo-sópran, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, og Pétur Jónasson gítarleikari flytja Þið förumenn jarðar, eftir Atla Heimi Sveinsson. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Einar Steinþór Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Tom Yaron Meyerson túbuleikari flytja þætti úr verkinu Málmglettur eftir Birki Frey Matthíasson. Þættirnir eru alls níu, en hér hljóma sex þeirra:
Fannbreiða
Vorhiminn
Morgunroði
Leikvangur
Næturregn
Svifflug
Arngunnur Árnadóttir leikur á klarínettu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Þau flytja 2. kafla, Adagio, úr Klarínettukonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja 3. þátt, Adagio, úr verkinu Gran Partita KV 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson.

Útvarpsfréttir.
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Í þessum þriðja þætti er hugað að skáldsagnaskrifum á stríð- og eftirstríðsárum. Rætt er um átökin á milli sveitalífssagna og sagna sem tengdust hinni nýju borgarmyndun. Við sögu koma höfundar eins og Guðmundur G. Hagalín, Guðrún frá Lundi og Kristmann Guðmundsson.
Leikið er brot úr Kristrúnu í Hamravík upplestur Brynjólfs Jóhannessonar frá árinu 1958 (DB-41-2). Í því samhengi er vitnað í skrif Stefáns Einarssonar og Kristins e. Andreéssonar, sem og í skrif Jón Yngva Jóhannssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur í íslenskri bókmenntasögu.
Rætt er við Halldór Guðmundsson um stöðu og áhrif Halldórs Laxness. Þá er rætt um Atómstöð Laxness og Sóleyjarsögu Elíasar Mar sem dæmi um borgarsögur þessa tíma. Lesið er úr bók Halldórs Laxness Atómstöðinni (DB-1039)
Af DB 1039 en Halla M. Jóhannesdóttir les úr Sóleyjarsögu og einnig tilvitnanir úr bókmenntasögu.
Gunnar Stefánsson les aðrar tilvitnanir.

Útvarpsfréttir.

Í Heimshorni verður leikin létt tónlist frá ýmsum löndum vítt og breitt um heiminn.
Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson
Í þættinum eru leikin lög frá Þýskalandi, Danmörku og af plötu með lögum frá ýmsum löndum sem franska útvarpið gaf út. Og svo heyrum við í söngkonunni og lagahöfundinum Lhasa de Sela.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hver eru Einar og Anna og af hverju var safnið þeirra bannað börnum? Margrét Tryggvadóttir svarar þessum spurningum með því að segja okkur frá bókinni Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum. Bókaormurinn Katla rýnir í bókina og segir okkur hvað hún hefur verið að lesa.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum á Verbier-hátíðinni í Sviss, 25. júlí sl..
Kammersveit Verbier-hátíðarinnar leikur verk eftir Maurice Ravel, George Gershwin og Wolfgang Amadeus Mozart.
Einleikari: Lucas Debargue píanóleikari.
Stjórnandi: Tarmo Peltokoski.
Umsjón: Ása Briem.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Birta Björnsdóttir.

Skáldsaga Thors Vilhjálmssonar - Óp bjöllunnar - kom út árið 1970.
Höfundur las söguna fyrir útvarpið árið 1981


Veðurfregnir kl. 22:05.

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við fræddumst í dag um íslenska refinn, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiðir stórt alþjóðlegt verkefni um rannsóknir á íslenska refastofninum og þar er m.a. verið að skoða vísbendingar um að hann gæti verið af mismunandi vistgerðum, eftir landshlutum. Ester kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu.
Safn vikunnar í þetta sinn var Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við heyrðum í Kristínu Völu Þrastardóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar þar sem hún var stödd fyrir austan. Hún sagði okkur frá starfseminni, Listasafni Svavars Guðnasonar, bókasafninu, Gömlubúð, sem á merkilega sögu og fleiru í þættinum.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Abracadabra / Steve Miller Band (Steven Haworth Miller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Örnólfur Árnason gerði þessa þætti árið 2002

Útvarpsfréttir.

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.


Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.


Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Rakel og Kári hafa komið víða við í íslenski tónlistarlífi. Hún sem söngkona og hann sem lagahöfundur, upptökustjóri og hljóðfæraleikari. Þau snúa bökum saman á þessari stuttskífu sem fjallar um einmanaleikann, vináttuna og ýmislegt manneskjulegt.