Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður flutt jólatónlist tengd sjónvarpsþáttum frá 7. og 8. áratug 20. aldar. Meðal annars kemur Partridge-fjölskyldan við sögu, en þættirnir um hana voru framleiddir í Ameríku á árunum 1970-1974 og sýndir í íslenska sjónvarpinu undir heitinu „Söngelska fjölskyldan". Jólaplata með fjölskyldunni kom út árið 1972. Prúðuleikarar Jims Hensons láta líka ljós sitt skína, en jólaþáttur um þá var sýndur í bresku og bandarísku sjónvarpi árið 1979 og árið eftir íslenska sjónvarpinu. Einnig verður flutt brot úr jólaóperunni „Amahl og næturgestirnir" eftir Gian Carlo Menotti, en hún var tekin upp fyrir íslenska sjónvarpið árið 1968. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Í þættinum er flutt jólatónlist, íslensk og erlend, auk frásöguþátta sem tengjast jólum og jólaundirbúningi.
Flytjendur tónlistar: Gradualekór Langholtskirkju, Kvartettinn Rúdolf, Sara Dís og María Björk, Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson, Andrew Lawrence-King og Eddukórinn.
Bo Malmquist, sendikennari í sænsku við Háskóla Íslands, segir frá sögu heilagrar Lúsiíu á messudegi hann er 13. desember ár hvert. Frumflutt 12.12.1957.
Einar Ólafur Sveinsson segir þjóðsögu af Möðrudalspresti, sem skrifuð var eftir Jóni lærða Guðmundarsyni og er talin vera frá síðari hluta 17. aldar.
Einnig segir Einar Ólafur Sveinsson þjóðsögu af galdramönnunum 18 í Vestmannaeyjum, sem Jón Árnason og Magnús Grímsson rituðu eftir skólapiltum að austan. Mun sagan hafa átt sér stað stuttu eftir Svarta dauða. Báðar sögurnar voru frumfluttar 1949.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti er fjallað um birtingarmynd fötlunar í bókum og leikhúsi. Fatlaðar persónur eða fötlun er stundum notuð sem vending í söguframvindu eða nýtt sem tákn eða táknræn framsetning. En mega þá ófatlaðir ekki skrifa fatlaðar sögupersónur? Á leiksviðinusviði hafa ófatlaðir leikarar í gegnum tíðina farið með hlutverk fatlaðra en það er að breytast. Og þegar kemur að aðgengismálum er frekar gert ráð fyrir fötluðum sem þiggjendum menningar, ekki gerendum.
Viðmælendur þáttarins: Gunnar Helgason rithöfundur, Hallgrímur Helgason rithöfundur, Sjón rithöfundur, Karl Ágúst Þorbergsson sviðshöfundur, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir félagsfræðingur og listamaður og Bjarni Snæbjörnsson leikari.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Hátíðarguðsþjónusta í tilefni 25 ára vígsluafmælis Grafarvogskirkju.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar, og með henni þjóna sr. Aldís Rut Gísladóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og Kristín Kristjánsdóttir, djákni.
Lesarar eru Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Magnús Ásgeirsson.
Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir.
Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi syngja undir stjórn Guðnýjar.
Auk þess leika Jón Hafsteinn Guðmundsson og Hekla Sigríður Ágústsdóttir á trompet, Jörundur Ingi Ágústsson á básúnu og Nína Hallgrímsdóttir á þverflautu.
Tónlist í messunni fyrir predikun:
Forspil: Helgur Herrans salur - Hún á afmæli í dag (í tilefni af vígsluafmæli Grafarvogskirkju árið 2025) - Matthías Jochumsson/Lára Bryndís Eggertsdóttir
229 Opnið kirkjur allar - Gylfi Gröndal/Trond H.F. Kverno
4 Gjör dyrnar breiðar (6., 7. og 8. vers) Helgi Hálfdánarson/Augsburg 1666
474 Lofsyngið Drottni - Valdemar V. Snævarr /Georg F. Händel
"Á vígsludegi" (í tilefni af vígslu Grafarvogskirkju 18. júní 2000) Sigurbjörn Einarsson/Þorkell Sigurbjörnsson
Eftir prédikun
"Sálmur 100" 100. Davíðssálmur- Tryggvi M. Baldvinsson
555 Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum :Iðunn Steinsdóttir /Sigvald Tveit
Lokasálmur : 247 Hósíanna Davíðs syni /Georg J. Vogler
Eftirspil : Jeremiah Clarke: Mars Prinsins af Danmörku -Jeremiah Clarke
Útvarpsfréttir.
Ellefu voru drepnir í skotárás í útjaðri Sydney í Ástralíu í morgun. Þar fór fram samkoma í tilefni af ljósahátíð gyðinga. Lögregla segir þetta hafa verið hryðjuverkaárás sem beindist gegn gyðingum.
Breytingar á lögum um hlutdeildarlán gætu valdið hækkun húsnæðisverðs og haft neikvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands við frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra. Bankinn varar við því að gera fleirum kleift að taka hlutdeildarlán.
Sveitarstjórar Dalabyggðar og Húnaþings vestra eru ánægðir með góða þátttöku í íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna. Tillagan var felld með töluverðum meirihluta.
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Snorrabraut í Reykjavík í gærkvöld. Eldsupptök eru ókunn en mikið tjón varð í íbúðinni.
Nú eru margir farnir að huga að því að finna sér jólatré. Við ætlum að gera það líka í lok fréttatímans, og fara uppí Vindáshlíð í Kjós.
Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta lýkur í dag. Þýskaland og Noregur mætast í úrslitaleiknum.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas breska rithöfundinn Jane Austen, hvað var svona merkilegt við hana og hvers vegna bækurnar hennar hafa aldrei verið vinsælli en nú, 250 árum eftir að hún fæddist.
Útsending frá Garnisonskirkjunni í Kaupmannahöfn á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Sönghópur Danska útvarpsins, DR Vokalensemblet, flytur tónlist tengda jólum eftir Michael Pretorius,Heinrich Kaminski, Jan Sandström, Gustav Lazarus Nordqvist, Peter Erasmus Lange-Müller ofl. Søren Christian Vestergaard leikur á orgel og stjórnandi er Marcus Creed.
Kynnir: Rakel Edda Guðmundsdóttir.
Útsending frá Útvarpshúsinu í Kænugarði á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kór Úkraínska útvarpsins ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum Úkraínsku þjóðaróperunnar flytja Jólaóratoríu op.12 eftir Camille Saint-Saëns og úkraínska þjóðlagatónlist.
Kynnir: Jelena Ćirić.
Útsending frá Juan March menningarmiðstöðinni í Madrid á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Sönghópurinn Cantoría og einsöngvararnir Inés Alonso, Oriol Aguila og Jorge Losana flytja spænska endurreisnartónlist sem tengist jólum.
Með þeim leika Lluís Aarratla á bassa, Jeremy Nastasi á lútu, Marc de la Linde á gömbu, Iñaki de la Linde á slagverk og Marina López á orgel; Jorge Losana stjórnar.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Fréttir
Fréttir
Ellefu voru drepnir í skotárás á samkomu gyðinga í Ástralíu í dag sem rannsakað er sem hryðjuverk. Lögreglan var með aukna viðveru í miðborg Reykjavíkur síðdegis vegna ljósahátíðar gyðinga.
Varaformaður Vinstri grænna telur fyrirhugað brotthvarf Svandísar Svavarsdóttur úr forystu flokksins fela í sér tækifæri til öflugrar nýliðunar. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann gefi áfram kost á sér til forystu.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir það ekki persónulegt markmið sitt að vera fræg og vinsæl, heldur ná árangri í pólitík. Tvö prósent aðspurðra sögðust í könnun Maskínu vilja hana áfram í embætti.
Sameinuðum sveitarfélögum er refsað með niðurskurði á almenningssamgöngum, að mati sveitarstjórnar í Borgarbyggð.
Noregur er heimsmeistari kvenna í handbolta.
Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Bæir í Sölvadal í Eyjafirði voru aldrei tengdir rafmagni frá samveitunni. Í staðinn voru notaðar viðhaldsfrekar og ótryggar heimavirkjanir. En hvernig lítur framtíð dalsins út?
Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir, Halldór Hauksson, Hrólfur Eiríksson, Jón Björn Hákonarson, Njáll Kristjánsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Einnig eru flutt brot úr eldri viðtölum við Tryggva Emilsson og Lilju Karlsdóttur.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Útsending frá Tónleikahúsinu í Vínarborg á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Gabetta Consort barokkhópurinn flytur verk eftir Francesco Geminiani, Antonio Vivaldi, Pietro Locatelli, Antonio Marcello ofl.
Einleikarar eru trompetleikararnir Gáborg Boldoczki og Sergei Nakarlakov og fiðluleikarinn og stjórnandinn Andrés Gabetta.
Kynnir: Pétur Eggertsson.
Útsending frá Berwaldhallen tónleikahúsinu í Stokkhólmi á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Sænski útvarpskórinn fagnar 100 ára afmæli með flutningi á Kantötum I – III úr Jólaóratoríu Johanns Sebastians Bachs ásamt Sænsku útvarpshljómsveitinni og einsöngvurunum Karin Dahlberg, Dorothee Blenert, Josh Lovell og David Risberg; Kaspars Putniņš stjórnar.
Kynnir: Bergljót Haraldsdóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Sagnfræðileg yfirferð um Kúrs – þáttinn sem hét áður Fólk og fræði - og í upphafi Þjóðbrók. Þátta sem hafa það að markmiði að gefa nemendum Háskóla Íslands tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli og fá reynslu af þáttagerð, - þar sem nemendur vinna hálftíma útvarpsþátt undir handleiðslu kennara.
Umsjón Valgerður Jónsdóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Útsending frá Tónleikasal Þýska útvarpsins í Hannover á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Stúlknakórinn í Hannover og Fílharmóníusveit Norður-þýska útvarpsins flytja tónlist tengda jólum eftir Engelbert Humperdinck, Charles Gounod, Johannes Brahms, Ola Gjeilo ofl.
Stjórnandi: Andreas Felber.
Kynnir: Una Margrét Jónsdóttir.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Ellefu voru drepnir í skotárás í útjaðri Sydney í Ástralíu í morgun. Þar fór fram samkoma í tilefni af ljósahátíð gyðinga. Lögregla segir þetta hafa verið hryðjuverkaárás sem beindist gegn gyðingum.
Breytingar á lögum um hlutdeildarlán gætu valdið hækkun húsnæðisverðs og haft neikvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands við frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra. Bankinn varar við því að gera fleirum kleift að taka hlutdeildarlán.
Sveitarstjórar Dalabyggðar og Húnaþings vestra eru ánægðir með góða þátttöku í íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna. Tillagan var felld með töluverðum meirihluta.
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Snorrabraut í Reykjavík í gærkvöld. Eldsupptök eru ókunn en mikið tjón varð í íbúðinni.
Nú eru margir farnir að huga að því að finna sér jólatré. Við ætlum að gera það líka í lok fréttatímans, og fara uppí Vindáshlíð í Kjós.
Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta lýkur í dag. Þýskaland og Noregur mætast í úrslitaleiknum.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Nýr ellismellur vikunnar var með Andy Bell úr Erasure og með honum er Tim Rice-Oxley úr Keane sem samdi lagið The Chance Won't Come Again. Eitís plötu vikunnar átti Freddie Mercury heitinn. Hann gaf út sólóplötuna Mr. Bad Guy í apríl 1985. Við heyrðum tvö lög af henni. Topplagið í Bretlandi þann 14. desember 1988 var Mistletoe & Wine með Sir Cliff Richard..
Lagalisti:
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Það snjóar.
Men without Hats - The Safety Dance.
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
Stefán Hilmarsson - Það má lyfta sér upp.
RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!.
Matthias Moon - Vor.
U2 - Christmas (Baby Please Come Home).
The Verve - Bitter Sweet Symphony.
Tom Petty - I Won't Back Down.
Unnsteinn Manuel - Andandi.
Coldplay - Have Yourself A Merry Little Christmas.
Almost Monday & Jordana - Jupiter.
Hannes ft. Waterbaby - Stockholmsvy.
Cliff Richard - Mistletoe and wine.
Beyoncé - Texas Hold 'Em.
The Cars - Just what I needed.
Magni Ásgeirsson - Lýstu upp desember.
14:00
Bjarni Arason - Allt er gott um jólin.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
Stevie Wonder - Someday At Christmas.
John Lennon - Watching The Wheels.
Tinna Óðinsdóttir - Jólin fyrir mér.
Andy Bell & Tim Rice-Oxley - The Chance Won't Come Again.
Ragga Holm og Júlí Heiðar - Líður vel.
Joni Mitchell - Big Yellow Taxi.
The Clash - Train In Vain.
Þú og ég - Jól.
Bryan Adams - California Christmas.
Arcade Fire - No Cars Go.
Tyler Childers - Nose On The Grindstone.
15:00
Jazzkonur - Ef ég nenni.
The Black Keys & DannyLux - Mi Tormenta.
The Housemartins - Think for a Minute (80).
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.
Teddy Swims - The Door.
Kelly & Ozzy Osbourne - Changes.
The Specials - Ghost Town.
Sienna Spiro - Die On This Hill.
Freddie Mercury - I Was Born to Love You.
Freddie Mercury - Love Me Like There's No Tomorrow.
Pálmi Gunnarsson - Gleði Og Friðarjól.
Madness - The Prince.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Ellefu voru drepnir í skotárás á samkomu gyðinga í Ástralíu í dag sem rannsakað er sem hryðjuverk. Lögreglan var með aukna viðveru í miðborg Reykjavíkur síðdegis vegna ljósahátíðar gyðinga.
Varaformaður Vinstri grænna telur fyrirhugað brotthvarf Svandísar Svavarsdóttur úr forystu flokksins fela í sér tækifæri til öflugrar nýliðunar. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann gefi áfram kost á sér til forystu.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir það ekki persónulegt markmið sitt að vera fræg og vinsæl, heldur ná árangri í pólitík. Tvö prósent aðspurðra sögðust í könnun Maskínu vilja hana áfram í embætti.
Sameinuðum sveitarfélögum er refsað með niðurskurði á almenningssamgöngum, að mati sveitarstjórnar í Borgarbyggð.
Noregur er heimsmeistari kvenna í handbolta.

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Hljómsveitin Lón varð upphaflega til í kringum jólaverkefni. Á þessari stuttskífu eru fimm þekkt jolalög sem þau Valdimar, Ómar, Ásgeir og Rakel setja í sinn einstaka búning.
Þeir þrír fyrstnefndu settust niður með Margréti Erlu og hlustuðu á plötuna.