Í þættinum er flutt jólatónlist, íslensk og erlend, auk frásöguþátta sem tengjast jólum og jólaundirbúningi.
Flytjendur tónlistar: Gradualekór Langholtskirkju, Kvartettinn Rúdolf, Sara Dís og María Björk, Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson, Andrew Lawrence-King og Eddukórinn.
Bo Malmquist, sendikennari í sænsku við Háskóla Íslands, segir frá sögu heilagrar Lúsiíu á messudegi hann er 13. desember ár hvert. Frumflutt 12.12.1957.
Einar Ólafur Sveinsson segir þjóðsögu af Möðrudalspresti, sem skrifuð var eftir Jóni lærða Guðmundarsyni og er talin vera frá síðari hluta 17. aldar.
Einnig segir Einar Ólafur Sveinsson þjóðsögu af galdramönnunum 18 í Vestmannaeyjum, sem Jón Árnason og Magnús Grímsson rituðu eftir skólapiltum að austan. Mun sagan hafa átt sér stað stuttu eftir Svarta dauða. Báðar sögurnar voru frumfluttar 1949.