Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
Frumflutt
30. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.