Í gær var stór stund í lífi rúmlega tvö hundruð fjölskyldna sem upplifðu hörmungar þegar olíuborpallurinn Alexander Kielland hrundi í Norðursjó, árið 1980. 45 árum síðar samþykkti norska Stórþingið að greiða ætti bætur til þeirra sem upplifðu eða misstu ástvin í þessu mannskæðasta vinnuslysi í sögu Noregs.
Meðal þeirra sem létust var Íslendingurinn Hans Herbert Hansen. Hann var 33 ára Akureyringur, og skildi eftir sig þrjú ung börn á Íslandi. Elsta dóttir hans, Guðný Hansen, hefur í heilan áratug barist fyrir uppgjöri málsins. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og þingmanninn Mími Kristjánsson.
Frumflutt
6. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.