Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að stýrivextir verði óbreyttir í 9,25 prósentum. Vextirnir hafa verið óbreyttir í heilt ár. Verðbólga hefur hjaðnað talsvert frá því hún náði hámarki í 10,2 prósentum í febrúar í fyrra og stendur nú í 6,3 prósentum. Tveir hagfræðingar ræða um þessa ákvörðun Seðlabanka Íslands. Þeir benda meðal annars á að svo margir hafi fært sig yfir í verðtryggð lán og stýrivextirnir bíti ekki á þennan hóp. Stýrivextir hér á landi eru þeir fimmtu hæstu í Evrópu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við Ólaf Margeirsson og Róbert Farestveit um stýrivaxtaákvörðunina.
Frumflutt
22. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.