Rannsókn lögreglu á hvarfi Sean Bradley árið 2018 fór fljótt að snúast um rannsókn á aðal vitninu í málinu. Konunni sem hann var talinn hafa farið með úr landi. Konan á sér sögu sem gerði það að verkum að vinir Sean gátu ekki treyst henni. Nokkru áður en Sean hvarf hafði hann fengið fúlgur fjár í arf frá ættingjum á Írlandi. Rannsóknin lögreglu sneri meðal annars að því hvort einhver hefði verið á eftir peningunum hans. Hvarf hans er enn óupplýst. Viðmælendur: Alexandra Melanie Davíðsdóttir, Rúnar Þór Steingrímsson og Guðbergur Guðbergsson. Umsjón: Þóra Tómadóttir
Frumflutt
27. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.