Uppgjörið hjá sósíalistum og söguleg dæmi um þekktar deilur í stjórnmálaflokkum
Síðastliðna viku hefur allt logað í deilum innan Sósíalistaflokks Íslands. Deilurnar hverfast um stofnanda flokksins og formann framkvæmdastjórnar hans, Gunnar Smára Egilsson.
Nokkrir yngri meðlimir flokksins hafa stigið fram og gagnrýnt Gunnar Smára fyrir stjórnendastíl hans. Gunnar Smári boðaði til fundar í síðustu vegna þessarar gagnrýni og hefur gengið á með linnulausanum skeytasendingum í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á milli deiluaðila síðan þá.
Gunnar Smári hefur vísað gagnrýninni á bug.
Fjallað er um þessar deilur í flokknum og tekin nokkur söguleg fordæmi um aðrar þekktar skærur í íslenskum stjórnmálaflokkum.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
19. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.