Bálstofan í Fossvogi er elsta bálstofa á Norðurlöndum. Þegar lík eru brennd í bálstofunni kemur frá henni reykur sem stundum leggst yfir náliggjandi leik- og grunnskóla. Í skólunum eru meðal annars börn með viðkvæm lungu sem ekki geta leikið sér úti þegar er logn og reykurinn er mikill. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, hefur reynt að vinda ofan af vandamálinu. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann, og Arnar Þór Gunnarsson starfsmann bálstofunnar. Einnig er rætt við Margréti Gígju Þórðardóttur leikskólastjóra Sólborgar og Arnheiði Helgadóttur skólastjóra Klettaskóla.
Frumflutt
6. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.