Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
Frumflutt
13. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.