,,Hassprestur" gagnrýnir umræðu um hugvíkkandi efni
Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir ræðir um umræðuna um notkun á hugvíkkandi efnum eins og LSD eða sýru þegar hann var ungur maður á sjöunda áratugnum og umræðuna um hugvíkkandi efni í samfélaginu í dag.
Sveinn Rúnar notaði LSD á sínum tíma en fór verst á hassreykingum og endaði meðal annars inni á geðdeild í Þýskalandi vegna dagreykinga. Tímabilið sem Sveinn Rúnar ræðir um er að hið svokallaða hippatímabil þar sem neysla á kannabisefnum og ofskynjunarlyfjum alls kyns færðist mjög í vöxt. Hann segist hafa verið eins konar ,,hassprestur" á sínum yngri árum og talað mjög fyrir notkun efnisins.
Sveinn Rúnar var í viðtali við blaðamanninn Jakob Bjarnar Grétarsson á vefmiðlinum Vísi um helgina og vakti samtal þeirra talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að Sveinn Rúnar er að láta af störfum sem heimilislæknir, 78 ára gamall. Í viðtalinu var Sveinn Rúnar krítískur á það sem honum finnst vera gagnrýnislaus umræða um hugvíkkandi efni í samfélaginu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
13. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.