Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð.
(Mynd með færslu: Hulda Margrét)
Frumflutt
4. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.