Þegar Sofia Kolesnikova fannst látin á Selfossi var óljóst hvort hún hefði verið kyrkt af kærasta sínum eða látist af of stórum skammti fíkniefna. Kærastinn eyddi sönnunargögnum af vettvangi áður en tilkynnt var um andlátið og varð margsaga um hvað gerðist. Við lögreglurannsóknina teiknaðist upp mynstur sem líktist nauðungastjórnun. En málið fór aldrei fyrir dóm þar sem sakborningur lést í miðri málsmeðferð.
Viðmælendur: Jón Gunnar Þórhallsson og Kristrún Elsa Harðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Þetta er fyrsti þáttur af þremur um sögu Sofiu.
Frumflutt
12. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.