Hnífaárásir II: Sjö prósent unglinga segjast ganga með vopn
Aukin harka, hnífaburður ungmenna, hnífaárásir færast í aukana, vopnuð útköll sérsveitar aldrei verið fleiri. Þetta er kunnuglegt stef. Sjö prósent unglinga á höfuðborgarsvæðinu sögðust í fyrra ganga með hníf á sér. Þó ekki til að nota þá, heldur til að verja sig. Þetta er svolítið hátt hlutfall. Í þessum síðari þætti af tveimur ræðir Sunna Valgerðardóttir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent við HÍ, um þróunina hér. Sömuleiðis heyrist í Ragnari Jónssyni, lögreglumanni og blóðferlafræðingi, þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni.
Frumflutt
17. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.