Saga José Daniel: Frá dósasöfnun til mannúðarleyfis
Venesúelabúinn José Daniel beið í tæp tvö ár eftir svari við því hvort hann fengi leyfi til að setjast að á Íslandi. Hann vann fyrir sér á meðan með því að tína dósir í Reykjavík. Í sumar fékk hann svo loks mannúðarleyfi í eitt ár og fær að setjast hér að - að minnsta kosti um tíma. Hann segir sögu sína. José talar um ófremdarástandið í Venesúela, hvernig fjögurra dóttir hans er eftir hjá ömmu sinni í heimalandinu, hversu mjög hann elskar öryggið á Íslandi, gleðina sem hann upplifir við að vera kominn með vinnu, að hann vilji búa á Íslandi til frambúðar og helst láta jarða sig hér. Umsjón hafa Þóra Tómasdóttir og Ingi Freyr Vilhjálmsson.
Frumflutt
29. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.