Ellefu og hálf milljón króna fundust nýlega á reikningi í umsjá Reykjavíkurborgar. Ellefu milljónir sem voru nýlega auglýstar sem einstakt viðbótar framlag í Tónlistarsjóð.
Peningarnir koma upprunalega úr Músíksjóði Guðjóns Sigurðssonar.Í þessum þætti ætlum við að rekja uppruna peninganna og heyra óvenjulega sögu af því hvers vegna þessi væna summa hefur ratað inn Tónlistarsjóð í ár. VIðmælendur: Ása Dýradóttir, Halla Björg Evans, Guðjón Friðriksson, Bjarki Sveinbjörnsson, María Rut Reynisdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Frumflutt
7. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.