Ísland gaf meira eftir en önnur ríki í samkomulagi um makrílveiðar segir forstjóri Síldarvinnslunnar. Það styrki ekki stöðu greinarinnar þar sem þegar sé útlit fyrir samdrátt.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er í haldi vegna andláts í heimahúsi í Kópavogi, hefur verið framlengt um fjórar vikur.
Bandaríkjaforseti hefur lokað á ferðir allra olíuflutningaskipa, sem sæta viðskiptaþvingunum, til og frá Venesúela. Hann sakar stjórnvöld í Venesúela um að stela bandarískum eignum.
Sérfræðingar Veðurstofunnar ætla að leggjast yfir rannsóknarskýrslu um snjóflóðið í Súðavík og læra af henni, segir deildarstjóri ofanflóðavarna. Brýnt sé að efla fræðslu og ljúka ofanflóðavörnum við byggð á hættusvæðum.
Strangara regluverk þarf til að draga úr líkum á hagsmunaárekstri vegna aukastarfa lögreglumanna á Íslandi. Þetta kemur fram í úttekt GRECO, sem hefur eftirlit með spillingu.
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra er látinn. Halldór sat á Alþingi í tæp 30 ár.
Mikið tjón varð í landeldisstöð Tungusilungs á Tálknafirði þegar rafmagn fór af bænum. Rekstrarstjóri sér fram á um fimmtíu milljóna króna tap.