Það er óvíst hvort flokkar í borginni nái að sameinast á tvístruðum vinstri vængnum, segir prófessor í stjórnmálafræði. Ef tekst að mynda öflugt framboð séu þar mikil sóknarfæri.
Bandaríkjaforseti er meðal fjölda þekktra manna sem eru á nýbirtum ljósmyndum úr dánarbúi Jeffreys Epstein. Demókratar segja aðrar myndir sem ekki voru birtar vekja óhug.
Grísk yfirvöld segja að fleiri börn hafi verið getin þar með sæði manns með lífshættulegan genagalla en áður var talið. Alls hafa því yfir 200 börn víða í Evrópu verið getin með sæði mannsins.
Nýjasta útgáfan af tillögum um friðarsamkomulag í Úkraínu verður rædd í Berlín um helgina með evrópskum og bandarískum embættismönnum. Hópur evrópskra leiðtoga er væntanlegur þangað á morgun eða mánudag, til fundar við Úkraínuforseta.
Krabbameinsfélagið hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til þess að bregðast við ofþyngd og offitu barna. Slíkt er meðal helstu áhrifaþátta sem auka líkur á krabbameini.
Ástralskur áhrifavaldur breytti lífi tæplega níræðs Bandaríkjamanns í byrjun mánaðar með því að safna fyrir hann ríflega 250 milljónum króna. Hinn síðarnefndi er ekkill sem þurfti að fara aftur út á vinnumarkað vegna skulda sem söfnuðust upp í kringum veikindi látinnar eiginkonu hans.
Noregur leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta - sjöunda stórmótið í röð.
Svo heyrum við aðeins af jólaundirbúningi í lok fréttatímans, en í Safnaðarheimili Kópavogskirkju er verið að skera út og steikja laufabrauð.