Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. júlí 2025

Vopnahlé í Sýrlandi, sem komið var á í gær, virðist halda. Yfir þúsund manns voru drepin þar síðastliðna viku og yfir hundrað þúsund þurftu flýja heimili sín.

Töluverð brennisteinsmengun frá eldgosinu er á suðvesturhorninu landsins. Erfitt hefur reynst fylgjast með loftgæðum vegna bilana í mælum. Sérfræðingur í loftgæðum segir unnið viðgerð.

Rússlandsforseti er reiðubúinn til friðarviðræðna við Úkraínu, en skilyrði Rússa eru enn þau sömu. Úkraínuforseti óskaði eftir nýjum viðræðum í vikunni.

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Tryggvagötu í nótt. Íbúðin er ónýt en einn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar.

Ríkisstjórn Japans fær slæma útreið í kosningum til efri deildar þingsins í dag, samkvæmt útgönguspám.

Lögreglan í Skotlandi ætlar í tilraunaverkefni á alþjóðaflugvellinum í Aberdeen til reyna draga úr hættunni á flugfarþegar setjist undir stýri eftir lendingu undir áhrifum áfengis.

Um 400 Verslunarskólanemar fengu leyfi til tjalda í Hraunborgum í Grímsnesi í gær og dvelja þar í nótt. Gleðin var mikil og olli ónæði fyrir aðra tjaldgesti. Eigandi Hraunborga segist þakklátur lögreglu sem hafi staðið vaktina í alla nótt.

Það var mikil gleði á bæjarhátíðum helgarinnar. Gestir skemmtu sér framundir morgunn á Ögurballi í Ísafjarðardjúpi og á Blönduósi er búið baka fjögur þúsund vöfflur. Svo gæða tugþúsundir sér á gómsætum götubitum í Hljómskálagarðinum.

Frumflutt

20. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,