Veðurstofan og Lögreglan á Suðurnesjum vara fólk við að ganga á nýrunnu hrauni við Sundhnúksgígaröðina. Sést hefur til fólks í þessum aðstæðum. Lögregla segir að erfitt geti reynst að hjálpa fólki sem lendir í hættu.
Fjölmennt lið slökkviliðs og björgunarsveitarmanna hefur í morgun barist við eld í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn. Mikinn svartan reyk lagði yfir höfnina.
Hjálpargögn og matvælaaðstoð streyma inn á Gaza eftir að Ísraelsher sagðist ætla að tryggja leiðir fyrir aðstoð. Hjálparsamtök fagna tíðindunum en vara við hörmulegu ástandi þar - sem versni hratt.
Samkeppnisstaða Íslands á alþjóðamörkuðum er orðin afar erfið. Uppgjör útflutningsfyrirtækja á öðrum ársfjórðungi benda til þess að hátt raungengi sé farið að hafa umtalsverð áhrif.
Helmingurinn af grísku eyjunni Kythara er brunninn eftir gróðurelda. Slökkviliðsmenn berjast við fimm stóra elda víða í landinu. Hitamet var slegið í Tyrklandi í gær þegar hitinn fór upp í rúmlega fimmtíu stig.
Lúxushótel sem til stóð að opna á Grenivík fyrir meira en tveimur árum er ekki enn fullbyggt. Eigendur segja kostnað hafa farið fram úr áætlun og verkið reynst flóknara en talið var.
Engin þjóð hefur á þessari öld endurskapað tungumál sinfóníuhljómsveitarinnar á jafn sérstæðan og aðlaðandi hátt og Íslendingar. Þetta segir blaðamaður breska dagblaðsins Financial Times í umfjöllun um íslensk samtímatónskáld.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir náði í nótt öðrum besta tíma sínum í 100 metra flugsundi á HM í sundi og tvö bestu lið heims; Spánn og England, mætast í dag í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta.