Öllum sjómönnum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Einhamar Seafood í Grindavík var sagt upp um mánaðamótin. Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir hljóðið þungt í félagsmönnum.
Óvinsældir stjórnarandstöðunnar á Alþingi eru í sögulegu hámarki og langtum fleiri eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en stjórnarandstöðunnar.
Fjórðungur barna og þungaðra kvenna á Gaza er vannærður og ísraelsk stjórnvöld svelta fólk vísvitandi, segja Læknar án landamæra. Bandarísk stjórnvöld mótmæla áformum Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Evrópusambandið hefur tilkynnt EES ríkjunum að lágmarksverð verði sett á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi og Noregi. Það boðar ekki gott fyrir tilraunir ríkjanna til fá skjól fyrir verndartollum Evrópusambandsins.
Virkni í eldgosinu á Reykjanesskaga er svipuð og verið hefur. Enn gýs úr einum gíg og hraun rennur áfram til austurs og suðausturs. Gasmengun berst til norðvesturs fram yfir hádegi.
Það verður líf og fjör um allt land um helgina – árlegar hátíðir og stórtónleikar í Vaglaskógi draga að þúsundir gesta. Skipuleggjendur minna á að kynna sér umferðarstjórnun og leiðbeiningar.
Breiðablik er eitt á toppnum í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Þrótti í gærkvöld. Leið dagsins í Frakklandshjólreiðunum var breytt vegna smitsjúkdóms í kúm.