Stýrivextir verða óbreyttir, sjö og hálft 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir að verðbólga sé of mikil þótt hagkerfið hafi kólnað. Bíða verði eftir meira jafnvægi á fasteignamarkaði og vinnumarkaði.
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið í samskiptum við milligöngumenn vegna Íslendings sem ísraelski herinn handtók í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að Ísrael fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi.
Viðræður Ísraela og Hamas um mögulegt vopnahlé á Gaza halda áfram í dag.
Veðurstofan varar við vestan hvassviðri eða stormi með öflugum vindhviðum og mikilli ölduhæð um sunnanvert landið í dag. Vöktun vegna mögulegra sjávarflóða hefur verið aukin í Suðurnesjabæ.
Farice telur að botnfestingar eldiskvía geti ógnað sæstrengjum og leggst gegn áformum um að ráðherra geti veitt undanþágu og leyft festingarnar innan helgunarsvæðis strengja.
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum á vegum ríkisin verði rannsökuð.
Fráfarandi forsætisráðherra Frakklands er hóflega bjartsýnn á að það takist að leysa stjórnarkreppu og semja um afgreiðslu fjárlaga í dag. Stjórnarandstæðingar segja að samkomulag liggi ekki fyrir.
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir dæmi um að fólk kjósi frekar að dvelja í fangelsi á Hólmsheiði en réttargeðdeild þar sem aðbúnaður sé betri þar. Úrræðaleysi kerfisins í málefnum geðsjúkra fanga sé ekki nýtt.