Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. júlí 2025

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi. Fimm voru handteknir vegna gruns um frelsissviptingu.

Mikil neyð ríkir í Suweyda í suðurhluta Sýrlands eftir átök síðustu daga. Yfir níu hundruð manns hafa verið drepin og áttatíu þúsund lagt á flótta.

Tuttugu og átta slösuðust eftir bíl var ekið inn í hóp fólks í Los Angeles í Bandaríkjunum snemma í morgun. Minnst þrír þeirra eru í lífshættu.

Það gýs enn á tveimur stöðum á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Talsverð gosmóða er yfir landinu og landsmenn hvattir til fylgjast vel með loftgæðum.

Vinsældir ferðalaga hingað til lands frá suðlægari slóðum eru aukast og líklegt fleiri komi hingað í svokallað kælifrí. Ekkert er minnst á kælifrí í markaðssetningu og hjá Íslandsstofu stendur ekki til breyta því.

Tveimur göngumönnum var bjargað úr sjálfheldu í Ytrárfjalli, norður af Ólafsfirði, í nótt. Beita þurfti öllum helstu brögðum í fjallabjörgunarbókinni í krefjandi aðstæðum, sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Frumflutt

19. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,