Viðræður Hamas, Ísraelsmanna og Bandaríkjamanna, um tilögur að vopnahléi, á Gaza hefjast í Egyptalandi í dag og bjartsýni er um árangur. Ísraelsmenn halda áfram loftárásum á Gaza þrátt fyrir tilmæli Bandaríkjamanna
Leikskólastjórar í borginni segjast ánægðir með boðaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Starfsumhverfið sé erfitt og íslensk börn séu óeðlilega lengi í leikskólanum.
Sveitarfélög á Suðurnesjum sakna þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem þar kann að rísa.
Forsætisráðherra Frakklands sagði af sér í morgun, aðeins hálfum sólarhring eftir að hann kynnti nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstæðingar vilja kosningar og ítreka kröfu um að forsetinn segi af sér.
Bændur og forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar segja drög að nýju frumvarpi um breytingar á búvörulögum hafa komið verulega á óvart. Verið sé að kortleggja möguleg áhrif breytinganna.
Formaður læknafélags Reykjavíkur segir áhyggjuefni að ríkið geti sett lög sem snúi við ákvæðum rammasamninga, sem samið var um við sérgreinalækna fyrir tveimur árum.
Það ræðst á stjórnarfundi Ríkisútvarpsins í lok mánaðar hvort RÚV greiðir atkvæði með brottvikningu Ísraels úr Eurovision.
Um 200 fjallgöngumenn eru fastir í hlíðum Everest. Þar hefur snjó kyngt niður síðan á föstudag.
Víkingur varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu karla þegar liðið vann FH á heimavelli. Enn eru tvær umferðir eftir af mótinu.