Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15.maí 2025

Það er óheppilegt ríkið framlengi samning við ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin þegar farin ræða hvernig brugðist verði við.

Forseti Úkraínu sakar Rússa um hafa sent varaskeifur til friðarviðræðna, sem áttu hefjast í Tyrklandi í dag. Óvíst er hvort sendinefndir ríkjanna hittist yfir höfuð.

Margföld eftirspurn er eftir hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðinu lýkur síðdegis og þá ætti skýrast hvort allur hlutur ríkisins verður seldur.

Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum þáði ekki boð dómsmálaráðherra um stöðu lögreglustjóra á Austurlandi.

Þingmaður Framsóknarflokksins vill Alþingi skoði meðferð Ríkisútvarpsins á upplýsingum um njósnamálið. Menningarráðherra varar alfarið við slíkum afskiptum.

Hratt bætist í virkjunarlón Landsvirkjunar í hlýindunum. Blöndulón er fyllast sem er óvenjulegt í sumarbyrjun. Það gæti aukið svigrúm til orkusölu; jafnvel til fiskimjölsverksmiðja sem hafa þurft brenna olíu.

Hitamet gætu fallið í sumarblíðunni í dag. Búist er við hiti fari yfir 20 stig í öllum landshlutum.

Fram og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis karla í handbolta. Tæp 30 ár eru síðan þessi Reykjavíkurstórveldi mættust síðast í úrslitaeinvígi.

Frumflutt

15. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,