Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. júlí 2025

Yfir hundrað hjálparsamtök vara við fjöldasvelti á Gaza. Minnst tíu manns hafa soltið til bana undanfarinn sólarhring.

brottvísunarstöð fyrir útlendinga sem taka á í notkun á landamærunum verður einungis nýtt þegar önnur og vægari úrræði duga ekki til segir dómsmálaráðherra. Það mun mannúðlegra en vista fólk í fangelsum.

Nokkuð álag hefur verið á heilsugæslustöðvum vegna mengunar frá eldgosinu á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa batnast víðast hvar á landinu.

Sendinefndir frá Rússlandi og Úkraínu hefja þriðju lotu vopnahlésviðræðna í Istanbúl í Tyrklandi síðdegis. Litlar líkur þykja á árangur náist.

Fyrirtækið Vélfag hefur fengið undanþágu frá efnahagsþvingunum sem tengjast refsiaðgerðum gegn Rússum. Félagið vonast eftir frekari undanþágur á fundi með utanríkisráðuneytinu í dag.

Rúmlega helmingur landsmanna er mótfallinn þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, í nýrri könnun. Ungt fólk er mun hlynntara þéttingu en þau sem eldri eru.

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á Hvammstanga í kvöld. Þar verður venju samkvæmt tendraður eldur, spiluð tónlist og boðið upp á kjötsúpu.

Frumflutt

23. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,