Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. júlí 2025

minnsta kosti 21 barn hefur dáið úr vannæringu á Gaza síðustu þrjá sólarhringa, segir forstjóri sjúkrahúss í Gaza-borg. Utanríkisráðherrar 28 landa fordæma fyrirkomulag mannúðaraðstoðar og dráp á óbreyttum borgurum.

Eldgosið á Reykjanesskaga virðist í rénun og aðeins einn gígur er virkur. Dregið hefur úr gosmóðu á suðvesturhluta landsins.

Skjöldur Íslands, hópur sem segist vilja vernda öryggi borgara í miðbænum, er ólíklegur til auka öryggistilfinningu fólks, segir afbrotafræðingur. Það geti endað með ósköpum þegar fólk taki lögin í eigin hendur.

Gönguleiðin Laugavegur er of aðgengileg og fjölfarin, segja spænskir sérfræðingar. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir þetta góða brýningu fyrir ferðaþjónustuna, en telur auðvelt skipuleggja gönguna þannig allir fái notið hennar.

Meirihluti landsmanna telur vel hafi verið staðið Íslandsbankasölunni í vor. Ánægjan er mest meðal kjósenda stjórnarflokkanna en minnst meðal kjósenda Miðflokksins.

Lítið er af blóði á lager Blóðbankans og hætta á neyðarástand skapist undir lok sumars. Deildarstjóri segir erfitt fólk í blóðgjafir á sumrin.

Undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta hefjast í dag þegar England og Ítalía mætast.

Frumflutt

22. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,