Ísraelsmenn og Hamas náðu í gærkvöld samkomulagi um vopnahlé á Gaza. Gíslum sem enn eru í haldi Hamas verður líklega sleppt eftir helgi. Utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu fagna samkomulaginu og eru vongóðir um framhaldið.
Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi Ísraela segir utanríkisráðuneytið. Dóttir hennar á von á því að fá upplýsingar frá finnska sendiráðinu í Tel Aviv síðar í dag.
Fjármálaráðherra segir verðtrygginguna vera barn síns tíma og boðar aðgerðir í húsnæðismálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja innantóm orð ekki duga gegn verðbólgunni og sleggja forsætisráðherra ráði ekki við vextina.
Ungverjinn László Krasznahorkai fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Samstarf stofnana sem annast börn í viðkvæmri stöðu verður stóraukið í Hafnarfirði. Samstarfssamningur var undirritaður í hádeginu.
Langflestir vilja að einkunnir í íslenskum skólum séu í tölustöfum frekar en bókstöfum. Landsmenn eru á einu máli óháð aldri, stjórnmálaskoðunum og menntun.
Breiðablik er í góðri stöðu fyrir seinni leik liðsins gegn Spartak frá Serbíu í Evrópubikarnum eftir 4-0 sigur í gærkvöld.