Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. október 2025

Viðræður um vopnahlé á Gaza halda áfram í Egyptalandi. Tvö ár eru í dag síðan Hamas réðist inn í Ísrael, Ísraelsmenn hófu síðan árásir á Gaza sem standa enn.

Atvinnuráðherra segir boðaðar breytingar á búvörulögum eiga bæta hag bænda og vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar til föðurhúsanna.

Níutíu og fjögur prósent kennara á Íslandi eru ánægðir í starfi. Áttatíu prósent þeirra eru aftur á móti óánægðir með launakjör, samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun.

Langan tíma gæti tekið greina hvort riðuveiki sem greindist í Skagafirði í liðinni viku hafi borist víðar. Bændur segja sorg ríkja í sveitinni.

Þrátt fyrir ábendingar og ávítur erlendra eftirlitsaðila undanfarna áratugi, segja fangaverðir og aðstandendur það enn gerast geðsjúkir fangar, séu vistaðir dögum og jafnvel vikum saman í einangrun.

Forseti Frakklands hefur beðið fráfarandi forsætisráðherra landsins reyna bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu.

Mun fleiri eru ánægðir en óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, í nýrri könnun Maskínu. Aðeins tólf prósent eru ánægð með stjórnarandstöðuna.

Einn besti körfuboltamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn LeBron James gæti verið leggja skóna á hilluna. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu NBA- deildarinnar.

Frumflutt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,