Ársverðbólgan hjaðnaði lítillega í júlí en fátt bendir til þess að hún sé á undanhaldi. Frekari stýrivaxtalækkanir á þessu ári eru nær útilokaðar að mati hagfræðings.
Taílendingar og Kambódíumenn saka hvorir aðra um að hefja átök sem blossuðu upp á milli ríkjanna í morgun. Minnst ellefu almennir borgara hafa verið drepnir.
Dregið hefur úr virkni gossins á Reykjanesskaga. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur til austurs. Gosmóða er víðast hvar á landinu.
Tekjulágir feður eru líklegri til að fullnýta rétt sinn til fæðingarorlofs en tekjulágar mæður. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs.
Stangveiðimenn vilja aðgangsstýringu í veiðiár til að koma í veg fyrir að óæskilegir laxastofnar gangi í þær óhindrað. Veiðimenn kætast ekki þegar hálfrotnaðir hnúðlaxar bíta á.
Sigurgeir Svanbergsson varð að hætta sundi sínu yfir Ermarsund í gær, nálægt ströndum Frakklands. Myrkur og straumar voru þá farin að ógna öryggi hans.
Írar hafa fengið sig fullsadda af því hvernig þeir eru sýndir í bandarískum kvikmyndum. Stikla úr kvikmynd sem líklega verður aldrei framleidd vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum á dögunum.