Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. maí 2025

Fagfjárfestar aðeins kaupa hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 2,4 milljarða, af rúmlega 90 milljarða hlut ríkisins, eftir almenningur fékk forskot í hlutafjárútboðinu í vikunni. Yfir 31.000 manns keyptu hlut eða um 10 prósent Íslendinga yfir 18 ára aldri.

Litið er á fund sendinefnda Úkraínu og Rússlands í Istanbúl í dag sem framfaraskref en þó gera stjórnmálaskýrendur ekki ráð fyrir hann eigi eftir skila markverðum árangri í átt til friðar.

Foreldrar barna á Stuðlum segja ekki hægt bíða lengur eftir nýju meðferðarúrræði. Gert er ráð fyrir meðferðarheimili fyrir drengi verði opnað á Suðurlandi í lok október.

Nýtt hjúkrunarheimili með rúmlega 80 herbergjum verður reist við Nauthólsveg í Reykjavík, þar sem skrifstofur Icelandair voru áður. Ríkið leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Reitum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt ákvörðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um breyta störfum og verksviði yfirmanns eftir samstarfskona hans ásakaði hann um kynferðislega áreitni og ofbeldisfulla hegðun í sinn garð.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við óheflað málfar félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi í gær. Stjórnmálfræðingur segir ekki kveða við nýjan tón á Alþingi. Hver ráðherra hefur sinn stíl.

Sannkölluð einmuna blíða er víða um land, sérstaklega á Austurlandi og við spjöllum við sóldýrkendur í sundlauginni á Egilsstöðum í fréttatímanum.

VÆB-strákarnir verða þeir tíundu á svið í Eurovision á morgun. Ísland hefur ekki komist í úrslitin í þrjú ár.

Frumflutt

16. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,