Síðdegisútvarpið

Reykingabann á Spáni,tilfinningagreindur gervigreindarþjálfari og Swifties

Í dag eru 30 ár síðan útvarpsþátturinn Rokkland fór fyrst í loftið á Rás 2. Ungur, þá tæknimaður stjórnaði þættinum, Ólafur Páll Gunnarsson.

Næstkomandi sunnudag fer síðan Rokklandsþáttur númer 1386 í loftið og 1. nóvember verður blásið í herlúðra í Hofi á Akureyri og Rokkland sett á svið í samstarfi við SinfoniuNord. Rokkforsetinn, Ólafur Páll eða Óli Palli var á línunni, beint frá Akranesi.

Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni, Jóhanni Hlíðari Harðarsyni og hann ræddi komandi þing við okkur en þar á taka fyrir bæði vændi og reykingar í vetur.

Nói Klose kom til okkar en hann er einn þriggja stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins MyRise, sem er þróa nýja tegund af heilsuappi. Það sem gerir MyRise ólíkt öðrum heilsuöppum er í MyRise er verið þróa innbyggðan tilfinningageindar-gervigreindarþjálfara. Sem skilur hvernig þér líður dag frá degi. Nói sagði okkur frá þessu í þættinum.

Á morgun verður haldin í Veröld málstofa um alþjóðaviðskipti, sérstaklega út frá stöðu Kína og Íslands í stórbreyttu geópólitísku umhverfi. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stendur viðburðinum ásamt Iceland Business Forum o.fl. samstarfsaðilum. Við fjölluðum um þessa breyttu stöðu og fengum smá nasasjón af því sem fjallað verður um á morgun þegar þau Jónína Bjartmarz og Hafliði Sævarsson komu í þáttinn.

Það eru allir tala um nýju plötuna hennar Taylor Swift, en svo virðist vera sem platan ekki nógu góða dóma. Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður kom til okkar og sagði okkur allt það helsta.

Þórhallur Þórhallsson verður með uppistandssýningu í Tjarnabíoi á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Þetta er síðasta sýning hans á þessu verki þar sem hann talar um föðurhlutverkið, hvernig það er eiga alltof áhyggjufulla móður, beef við Rottweiler hunda og margt fleira. Þórhallur mætti í Síðdegisútvarpið.

Frumflutt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,