Síðdegisútvarpið

Harmsaga Reynistaðarbræðra,fordómar í fótbolta,skólamálin og Bók vikunnar

Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 3 til krefjast þess íslensk stjórnvöld fordæmi handtöku aðgerðasinnans Möggu Stínu. Til okkar kom Ragnar Jón Hrólfsson fréttamaður sem fylgst hefur með Möggu Stínu.

Við ræddum skólamálin í borginni við Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík. Flokkurinn hefur boðað til opins fundar í kvöld þar sem fjalla á um skólamálin í borginni og þeirri spurningu velt upp hvort við séum á réttri leið. Við veltum þessari spurningu fyrir okkur í þættinum þegar Einar Þorsteinsson kíkti á okkur og spurðum hvort honum finnist við vera á réttri leið.

Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds á sunnanverðu landinu og varað er við talsverðum sjávargangi við Faxaflóa. Lægðin fjarlægist í nótt og fyrramálið og þá lægir smám saman. Óli Þór Árnason veðurfræðingur fór yfir spánna með okkur.

Eyþór Árnason ljóðskáld skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni “Það sem afi minn vildi aldrei tala um” og rifjar hann þar upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum. Þegar fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780, þar á meðal Reynistaðarbræður. Eyþór kom til okkar og sagði okkur söguna af Reynistaðarbræðrum og ferðafélögum þeirra.

Út er komin bók vikunnar eftir Snæbjörn Arngrímsson og það sem meira er þá verður útgáfuboð í Listasafni Íslands klukkan hálf sex í dag. Snæbjörn sem gaf út á sínum tíma metsölubækurnar um Harry Potter og Da Vinci Code hefur einbeitt sér bókaskrifum síðustu ár og sent frá sér glæpasögur en nýja bókin Bók vikunnar er hans fyrsta skáldsaga. Snæi kom til okkar.

Ástralinn Josh Cavallo var fyrsti opinberlega samkynhneigði spilandi fótboltamaðurinn þegar hann kom út úr skápnum fyrir fjórum árum. Hann fær sendar líflátshótanir á samfélagsmiðlum daglega og segir knattspyrnuvöllinn enn vera eitraðan stað. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður kom til okkar og sagði okkur frá.

--

Frumflutt

8. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,