Síðdegisútvarpið

Gosmóða, íbúakort, rafskútuslys og hálendisbrölt

Gosmóða og eldfjallagas hefur legið yfir vesturhelmingi landsins, sér í lagi yfir suðvesturhorninu. Og gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa í dag eru hæstu gildi frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Veðurstofan hefur spáð því mögulega geri nægan vind seinni partinn til feykja þessu burt. Þorsteinn V. Jónsson er vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Við heyrðum í honum.

Aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi mun vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt fara með ferðamenn gosinu og bílastæði séu sneisafull. Guðni Kristinsson hjá 2GoIceland.com sem fer með ferðamenn um svæðið talar um sannkallað túristagos. Guðni var á línunni hjá okkur.

Við ræddum bílastæðamál og íbúakort við Teit Atlason.

Sig­urþóra Bergs­dótt­ir, stofn­andi Bergs­ins og varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lenti í því „missa and­litið“, eins og hún orðar það í færslu á Face­book-síðu sinni, en hún er marin og rispuð eftir fall á rafhlaupahjóli. Við heyrðum í Sigurþóru.

Hópur fólks af Suðurnesjum hefur undanfarin ár farið í ferðir uppá hálendið á buggy bílum og fjórhjólum. er það hringur kringum Hofsjökul og Langjökul. Þau kalla sig Landshornaflakkarar á Facebook. Guðbergur Reynisson, einn úr hópnum, sagði okkur frá ferðinni.

Frumflutt

21. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,