Síðdegisútvarpið

Melodifestivalen, Hjálmar Örn og Gunni Óla

Sigurbjörn Árni Arngrímsson var á línunni en hann er staddur í Digranesinu þar sem bikarúrslitakeppnin í blaki fer fram þessa helgina. Í gær voru undanúrslit karla og í dag eru undanúrslitaleikir kvenna.

Skemmtikrafurinn Hjálmar Örn fékk hjartaáfall á dögunum og það er óhætt segja mörgum hafi verið brugðið við þær fréttir. Við tókum stöðuna á Hjálmari

Föstudagsgesturinn þessu sinni var Gunni Óla.

Úrslit Melodifestivalen ráðast annað kvöld en þá kemur í ljós hver keppir í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Það er mikil stremning fyrir keppninni og við hituðum upp fyrir þessa Sænsku poppveislu í Síðdegisútvarpinu. Fengum nokkur tóndæmi en auki hringdum við í Fanný Guðbjörgu Jónsdóttur sem stödd er ytra til fylgjast með herlegheitunum.

Sara McMahon, kynningarstjóri UN Women Iceland og Rakel McMahon verkefnastýra komu til okkar. Un Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferð - March Forvard og verður henni ýtt formlega úr vör á morgun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Frumflutt

7. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,