Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið fylgir fólki í Páskafríið með góðri tónlist og léttu spjalli

Fjölmargir nýta páskafríið í fara til útlanda. Það var mikið gera í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun og ganga sumir svo langt segja þar hafi ríkt örtröð. Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar hjá ISAVIA var á línunni hjá okkur.

Rýnirinn okkar Ragnar Eyþórsson fjallaði um hvað skal horfa á í Páskafríinu.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ er búin skora á Jón Pál bæjarstjóra Bolungarvíkur í sprettgöngu á setningu skíðavikunnar. Sigríður sagði okkur frá því.

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður­inn Berg­ur Vil­hjálms­son mun í sum­ar ganga frá Goðafossi til Reykja­vík­ur, yfir hrjóstr­ug­ar víðátt­ur Sprengisands, með 100 kílóa kerru í eft­ir­dragi. Mark­miðið er vekja at­hygli á and­legri heilsu og safna fyr­ir Píeta-sam­tök­in. Kvik­mynda­gerðamenn munu fylgja Bergi í ferðalag­inu og verður gerð heim­ild­ar­mynd um átakið sem ber heitið Skrefið. Bergur Vilhjálmsson og Teitur Magnússon leikstjóri komu til okkar.

Við hringdum til Brasilíu og heyrðum í braselíumanni sem hefur lært íslensku sjálfsdáðum. Pedro Ebeling de Carvalho var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

16. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,