Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið fylgir fólki í Páskafríið með góðri tónlist og léttu spjalli

Fjölmargir nýta páskafríið í fara til útlanda. Það var mikið gera í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun og ganga sumir svo langt segja þar hafi ríkt örtröð. Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar hjá ISAVIA var á línunni hjá okkur.

Rýnirinn okkar Ragnar Eyþórsson fjallaði um hvað skal horfa á í Páskafríinu.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ er búin skora á Jón Pál bæjarstjóra Bolungarvíkur í sprettgöngu á setningu skíðavikunnar. Sigríður sagði okkur frá því.

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður­inn Berg­ur Vil­hjálms­son mun í sum­ar ganga frá Goðafossi til Reykja­vík­ur, yfir hrjóstr­ug­ar víðátt­ur Sprengisands, með 100 kílóa kerru í eft­ir­dragi. Mark­miðið er vekja at­hygli á and­legri heilsu og safna fyr­ir Píeta-sam­tök­in. Kvik­mynda­gerðamenn munu fylgja Bergi í ferðalag­inu og verður gerð heim­ild­ar­mynd um átakið sem ber heitið Skrefið. Bergur Vilhjálmsson og Teitur Magnússon leikstjóri komu til okkar.

Við hringdum til Brasilíu og heyrðum í braselíumanni sem hefur lært íslensku sjálfsdáðum. Pedro Ebeling de Carvalho var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

16. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,