Síðdegisútvarpið

Sláttubílarallý, brák á tjörninni, eldgos, hvalrekar og tungumálatöfrar

Sláttutraktorarallý er mótorsport venjulega fólksins þar sem sköpunargleði, hraði og gleði blandast og sláttutraktorar umbreytast í litrík kappaksturstæki sögn skipuleggjenda keppni í þessu sporti sem fer fram á Flúðum um verslunarmannahelgina. Við fengum Bessa Theódórs og Sigga Bahama til segja okkur allt um þetta áhugaverða sport.

Undanfarna daga hefur sést óvenjuleg og litskrúðug brák við Reykjavíkurtjörn. Brákin myndast vegna þess ákveðnir blágrænir þörungar eða gerlar fjölga sér of hratt og mynda blóma, sem byrjar sem grugg en endar sem skán sem flýtur ofan á vatninu. Brákin er mjög áberandi og af henni getur verið sterk lykt. Hún er ekki talin hættuleg en fólki er ráðlagt vera ekki snerta hana óþörfu. Benedikt Traustason líffræðingur fræddi okkur um þetta.

Hvað er gerast í nýjasta eldgosinu á Sundhnúkaröðinni? Er það fara lognast útaf eða malla til lengri tíma með tilheyrandi gosmóðu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur kom til okkar.

Tungumálatöfrar er heiti námskeiða fyrir fjöltyngd börn sem vilja æfa betur íslenskuna og fara þau fram í níunda sinn í byrjun ágústmánaðar á Flateyri við Önundarfjörð. Námskeiðin sem í boði eru snerta á skapandi útivist og svo myndlist og tónlist. Anna Sigríður Sigurðardóttir er verkefnastjóri Tungumálatöfra og sagði okkur nánar frá þessu töfrandi verkefni.

Óvenju margar fréttir hafa verið af hvalrekum, og hvölum sem sjást óvenju nálægt landi og jafnvel inni í höfnum. Fer hvalrekum fjölgandi, og hvað veldur þessari breyttu hegðun? Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sagði okkur frá því.

Frumflutt

22. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,