Síðdegisútvarpið

Snjóflóðin í Súðavík, Kveikjum neistann og samsæriskenningar

Rannsóknarnefnd Alþingis afhenti forseta Alþingis skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. og voru niðustöður hennar kynntar á blaðamannafundi klukkan 3 í dag. Þorgils Jónsson fréttamaður hefur fylgst með þessu í dag og hann kom til okkar.

Einar Gunnarsson skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja skrifaði áhugaverðan pistil fyrir helgi um reynsluna af Kveikjum Neistann verkefninu en í því verkefni hafa verið þróuð mælitæki sem segja til um grunnfærni nemenda í lestri og stærðfræði. Við heyrðum í Einari í þættinum.

Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn sigraði í heimsbikarnum á skíðum um helgina þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann brunmót í St. Moritz í Sviss og það með nokkrum yfirburðum. Þetta eru þó nokkur tíðindi en Lindsey er 41 árs gömul og var lengi vel sigursælasta skíðakona sögunnar en hætti keppni árið 2019 vegna þrálátra og alvarlegra meiðsla.

Guðmundur Jakobsson hefur lengi vel fylgst með keppni á skíðum og hann kom til okkar og sagði okkur frá þessari merkilegu skíðakonu.

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ætlar vera okkur innan handar þegar líða fer jólum og gefa okkur góð ráð í eldhúsinu en hann sendi frá sér Steikarbók Óskars fyrir jólin. Og við spurðum hann í dag hvernig best skipuleggja við eldamennskuna.

Álhatturinn er í senn skemmtilegt, fróðlegt og furðulegt hlaðvarp þar sem samsæriskenningar eru teknar fyrir, grandskoðaðar og rökræddar á léttum nótum. Guðjón Heiðar Valgarðsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Ómar Þór kasta fram fullyrðingu um samsæri og gefa henni hver sína einkunn frá 1-10. Þeir Guðjón og Haukur koma til okkar.

Val á manneskju ársins stendur yfir og við opnuðum símann í tilefni af því

Frumflutt

15. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,