Síðdegisútvarpið

Leiðtogafundur í Köben, kaffi og Felix og Klara

Leiðtogafundur Evrópusambandsins, þar sem fjallað verður um varnar- og öryggismál, er í Danmörku í dag og mikill viðbúnaður er við þinghúsið í Kaupmannahöfn. Þór Jónsson sviðsstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni / fv fjölmiðlamaður Kaupmannahöfn.

Í dag er alþjóðlegi kaffidagurinn. Íslendingar eru kaffiþjóð og við drekkum mikið kaffi. En er blikur á lofti. Kaffiverð ríkur upp vegna loftlagsbreytinga er sagt og spurning er hvort kaffi verði munaðarvara í nánustu framtíð. Við fengum Sonju Grant, sem veit allt um kaffi, til okkar til ræða kaffiheiminn og framtíðina.

Á morgun fagnar Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli en félagið var stofnað árið 1885. Það hlýtur teljast nokkuð gott en hvað voru menn velta fyrir sér í garðyrkju á þessum tíma og hverjar eru aðaláherslurnar í dag ? Guðríður Helgadóttir - Garðyrkju Gurrý er formaður félagsins hún kom til okkar.

Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ verður fyrsti þátturinn af nýrri þáttarröð, Felix og Klara sýndur á RUV.

Þetta er leikin Íslensk þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjórinn Ragnar Bragason. og Jón Gnarr komu til okkar.

16 október næstkomandi verða haldnir útgáfutónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Þar kemur fram hljómsveitin Sycamore tree ásamt góðum gestum og saman ætla þau fagna útgáfu plötunnar Scream sem kom út fyrr á árinu en verður endurútgefin í þessum mánuði með nýjum aukalögum.

Ágústa Eva og Gunni Hilmars mæta í Síðdegisútvarpið ásamt Stefáni Magnússyni

Við ræddum í gær við formann bæjarráðs Reykjanesbæjar vegna breytinga á leiðarkerfi Strætó á landsbyggðinni sem Vegagerðin sér um en fækka á stoppistöðvum í Reykjanesbæ fyrir leið 55 úr átta í tvær. Hulda Rós Bjarnadóttir, sérfræðingur í almenningssamgöngum hjá Vegagerðinni, kemur til okkar til ræða þessar breytingar á leiðum landsbyggðar strætó.

Frumflutt

1. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,