Síðdegisútvarpið

Kílómetragjaldið, Pétur í Óháða söfnuðinum og Eurovision

Síðdegisútvarpið 12. maí

Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni en við ræddum við hann um ferðamannabæinn Villajoyosa sem komst í fréttirnar um helgina vegna handtöku íslendinga sem höfðu fíkniefni í fórum sínum.

Í nýju frumvarpi sem komið er til annarrar umræðu á Alþingi verður kílómetragjald jafnhátt fyrir alla einkabíla. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta frumvarp er FÍB of ekki skuli vera gerður greinarmunur á léttum fólksbílum og þungum jeppum við innheimtu kílómetragjalds. Daði Már Kristófersson útskýrir þetta betur fyrir okkur í síðdegisútvarpinu í dag.

Svo ræddum við sumarveðrið við Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðing.

Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins leit til okkar en á sunnudaginn messaði hann sína síðustu messu sem hann kallaði Lífslokamessu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs og formaður stýrihóps um gönguvænar borg kom til okkar og sagði okkur frá verkefninu Reykjavík gönguvænni borg.

Við hringdum svo til Basel í Sviss og ræddum við Gunnar Birgisson um síðustu daga og stemninguna fyrir morgundeginum þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,