Síðdegisútvarpið

Nýr páfi kosinn, gervigreind, transfóbía og suðurlandsskjálftarnir

Síðdegisútvarpið 8. maí

Hildur Hinriksdóttir er hönnuður og handverkskona býr í Róm og það rétt við Vatikanið. Þau merku tíðindi bárust í dag nýr Páfi hefði verið kosinn og hvítur reykur stígi upp af skorsteini Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Við heyrðum í Hildi sem lýsti stemningunni í Róm af mikilli innlifun.

Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og dósent við sviðslistadeild LHÍ kemur í Síðdegisútvarpið í dag vegna færslu sem hún skrifaði á FB um skaðleg áhrif transfóbíu og vakið hefur mikla athygli. Tilefni færslunnar er frétt af tveimur cis konum sem var um helgina hent út af klósetti á hóteli í Boston eftir önnur neitaði sýna kynfæri sín til mega nota kvennaklósett.

Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum.Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um viðhorf fólks til auglýsinganna og frumvarpsins.Við ræddum auglýsingaherferðir við Valgeir Magnússon einn eiganda Pipar auglýsingastofu.

Þann 17. júní næstkomandi verða 25 ár liðin frá Suðurlandsskjálftunum sem urðu árið 2000. Af því tilefni hefur Rangárþing ytra sett af stað söfnun á jarðskjálftasögum, það er frásögnum fólks sem upplifði skjálftana sem urðu dagana 17. og 21. Júní. Við ætlum rifja upp fréttir frá þessum degi og heyra í Ösp Viðarsdóttur sem er markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Árni Matthíasson sérfræðingur á fréttastofu ruv og sérstakur sérfræðingur Síðdegisútvarpsins kom til okkar og ræddi við okkur um gervigreind og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur þessari nýju tækni.

Eitt af afmælisbörnum dagsins er knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson. Ásgeir er sjötugur í dag og við hringdum af því tilefni í Víði Sigurðsson fréttamann á Morgunblaðinu og fengum hann til rýna í feril Ásgeirs og setja hann í samhengi við daginn í dag.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,