Síðdegisútvarpið

Sauðburður, hlutarfjárútboð Íslandsbanka, Eurovision og góða veðrið

Síðdegisútvarpið 13. maí

Í gær fjölluðum við um fyrirhugað kílómetragjald sem á samkvæmt nýju frumvarpi mæta ójöfnuði í kostnaði við notkun á vegum landsins. Viðtalið hefur vakið sterk viðbrögð m.a. frá Rafbílasambandinu og Tómas Kristjánsson er formaður þess og hann kom í Síðdegisútvarpið i dag.

Við ætlum velta okkur aðeins upp úr góða veðrinu og fáum heyra í fréttamanni okkar fyrir norðan Óðin Svan Óðinsson verður á Ráðhústorginu á Akureyri í beinni útsendingu hér eftir smá stund.

Útboð á 20 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan hálf níu í morgun. Almenningur hefur forgang kaupunum fram yfir stærri fjárfesta. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvetur almenning til kynna sér útboðið en hvernig berum við okkur að? Aníta Rut frá Fortuna Invest kemur til okkar og segir okkur frá því helsta sem hafa ber í huga ef maður hyggst kaupa hlutabréf.

Felix Bergsson er fararstjóri íslenska hópsins í Basel og við ætlum heyra í honum þegar stutt er í stóru stundina í Basel en Felix er hokinn af reynslu þegar kemur Eurovision og hann ætlar gefa okkur smá stemningu frá Sviss í þættinum í dag.

Sauðburður er í fullum gangi á landinu og líklegt er víða úti við sem hlýtur gera bústörfin mun auðveldari. Við ætlum hringja austur á Vaðbrekku stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. Þar er Sigríður Sigurðardóttir eða Sirrý alveg á fullu í sauðburðinum.

Frumflutt

13. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,