Síðdegisútvarpið

Heimahátíðin í Hafnarfirði, sumargjafir, Heiðmörkin og ákvöxtun af íbúðakaupum

Af hverju er hagstæðara kaupa íbúð en hlutabréf ? Í nýrri skýrslu frá húsnæðis og mannvirkjastofnun er leitast við skýra það og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS kom til okkar.

Við fórum svo til Hafnarfjarðar - Siggi ræddi við Valdimar Víðisson bæjarstjóra um Heima tónlistarhátíðina, bæjarlistamann Hafnarfjarðar og margt fleira

Veitur leggja til umferð bíla um Heiðmörk verði takmörkuð- Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna kom til okkar og ræddi þau mál.

Heimsókn á Suðurgötu í Hafnarfirði - Ant­hony Bacigal­upo og Ýr Kára­dótt­ir eru ein af þeim sem opna garðinn sinn á hátíðinni.

Viðtal við Albert Eiríksson um sumardaginn fyrsta.

Í lokin var Siggi mættur á Norðurbakkann og ræddi við meðlimi hljómsveitarinnar Celebs þau Valgeir Skorra, Hrafnkel Huga og Kötlu Vigdísi

-

Frumflutt

23. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,