Guðmundur í Brim um botnvörpuveiðar, staða skákkennslu og virkni eldra fólks
Við höldum áfram að fjalla um botnvörpuveiðar og áhrif þeirra, ástand hafsins við Ísland og áform stjórnvalda um að ná verndarsvæðum í hafi úr 1,6% lögsögunnar í 30% fyrir árið 2030. Liður í slíkri umfjöllun hlýtur að vera að heyra í forsvarsmönnum sjávarútvegsins - við ræðum hafið við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims sem ætlaði aldrei að koma nálægt trollum - enda alinn upp af línufólki. Hann gagnrýnir aukið sérfræðingaveldi, vill að stjórnvöld treysti sjómönnum og sjávarútvegsfyrirtækjum og þau fái aukna aðkomu að ákvörðunum um greinina og umhverfi hennar.
Skák hefur heltekið marga í gegnum árin og fegurð íþróttarinnar ekki síst fólgin í því hve vel hún hentar öllum. Með tækniþróun hafa orðið breytingar á skákkennslu og eftir Covid varð aukning meðal þeirra sem sækja sér kennslu og mæta á skákmót. Samfélagið hitti Gauta Pál Jónsson, ritstjóra og skákkennara og fræddist um stöðu skákíþróttarinnar.
Harpa Þorsteinsdóttir, lýðheilsufulltrúi Reykjavíkurborgar, ætlar að koma til okkar í lok þáttar og segja okkur allt um virkniþing fyrir eldra fólk sem fer fram í Ráðhúsinu á morgun. Á þinginu verður kynnt fjölbreytt heilsueflandi þjónusta og afþreying.
Tónlist í þættinum:
Ásgeir Trausti - Stardust.
Ljótu hálfvitarnir - Sonur hafsins.
Eivör Pálsdóttir - Við gengum tvö.
Frumflutt
18. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.