Samfélagið

Hrognkelsi gegn laxalús, 60 ára gömul verðlaunaritgerð og vellíðan í starfi

Hrognkelsi hafa nýst vel í baráttunni við laxalúsina en lúsin er eitt stærsta vandamál laxeldis. Nýverið fór fram stór fiskeldisráðstefna í Hörpu þar sem laxeldisbændur, bæði á Íslandi og í Færeyjum, sögðu frá reynslu sinni af laxalús. Andri Rúnar Sigurðsson, frá Benchmark Genetics Iceland ætlar segja okkur allt um þetta.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnastjóri RÚV, ætlar rifja upp með okkur 60 ára gamalt barnaefni sem hét “börnin skrifa.” Þátturinn var í umsjón séra Bjarna Sigurðssonar prests og við fáum heyra hann lesa upp úr verðlaunaritgerð 9 ára stúlku.

Við verjum stórum hluta ævinnar á vinnustaðnum og áhrif vinnunnar langt út fyrir skrifborðið. Dagana 6.–10. október 2025 verður haldin alþjóðleg vika tileinkuð hamingju og vellíðan í starfi. Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, kom til okkar og gaf okkur hugmyndir til bæta vellíðan í starfi.

Umsjónarmenn þáttarins: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.

Tónlist þáttarins:

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

BJÖRGVIN & HJARTAGOSARNIR - Þetta reddast allt.

Frumflutt

6. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Þættir

,