Umhverfisráðstefnur gerðar upp, geðheilbrigðisþjónusta við einhverfa, faðmlög frá trjám
Síðustu vikur höfuð við fengið regluleg innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar. Hún er nýkomin frá Aserbaísjan, þar sem hún tók þátt í COP 29 loftslagsráðstefnunni og fylgdist með því sem fram fór á henni. Þar á undan var hún á COP-ráðstefnu um lífræðilegan fjölbreytileika í Kólumbíu. Þorgerður María ætlar að setjast hjá okkur í byrjun þáttar og gera upp þessar ráðstefnur.
„Ein af megin áskorunum í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi er skortur á samfelldri, samþættri og heildrænni geðheilbrigðisþjónustu og vísbendingar eru um að einhverfir fái ekki geðheilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum þeirra með árangursríkum hætti.“ Þetta stendur í nýrri skýrslu verkefnahóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem greindi stöðu mála og hefur nú skilað til ráðherra tillögum til úrbóta í þessum málaflokki. Helga Sif Friðjónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneyti, leiddi verkefnahópinn og hún ætlar að kíkja við og segja okkur frá þessu verkefni.
Svo fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi, í lok þáttar.
Tónlist úr þættinum:
SUPERSPORT! - Upp í sófa (ásamt K. Óla).
Big Red Machine - I Won't Run From It.
LÚPÍNA - Ástarbréf.
Frumflutt
26. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.