Undirróðursherferðir á samfélagsmiðlum, innihaldslýsing á M&M og staða leiðsöguhunda
Upplýsingaóreiða, ógagnsæir algóritmar samfélagsmiðla og djúpfalsanir, sem og áskoranir í aðdraganda kosninga eru meðal þess sem erlend ríki notfæra sér í undirróðursherferðum sínum hér á Íslandi og annars staðar. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar ætlar að fræða okkur um þetta og segja okkur frá því hvernig við Íslendingar og löndin í kringum okkur eru að bregðast við.
Hvað er matur? Spyr Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, í pistli vikunnar. Hann rýnir í innihaldslýsingu á vinsælu sælgæti sem flest okkar þekkjum.
Sextán leiðsöguhundar blindra eru starfandi á Íslandi í dag. Þeir bæta lífsgæði notenda sinna og auðvelda þeim að fara ferða sinna og njóta öryggis í daglegu lífi. Blindrafélag Íslands vinnur stöðugt að því að fjölga leiðsöguhundum í notkun, en þjálfun hvers hunds er bæði dýr og tímafrek. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, kemur til okkar í lok þáttar til að fræða okkur um þetta starf og hvernig miðar áfram, en í dag er líka alþjóðlegi sjónverndardagurinn.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir
Tónlist þáttarins:
Hörður Torfason - Ég leitaði blárra blóma
Leonard Cohen - Bird on the wire
Hildur Vala - Komin alltof lang
GÓSS - Eitt lag enn
Frumflutt
9. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.